Hopp

Sjálfbærar samgöngur fyrir nútímaborgir

Vöruþróun

App-þróun

Kerfishönnun

Gagnvirkni

Hopp býður upp á sjálfbæra samgöngumáta, með sérleyfishafa sem hafa starfsemi á yfir 60 stöðum um allan heim.

Skoða Hopp

Sérleyfi

Í grunninn er Hopp hugbúnaðarfyrirtæki sem hjálpar fólki að reka sína eigin rafskútu- eða deilibílaþjónustu. Við þróuðum hugbúnað sem sérleyfishafar nota til að hafa yfirsýn yfir allar hliðar rekstursins, allt frá sjóðstreymi yfir í starfsmannamál og að greina eftirspurn.

Appið

Viðskiptavinir nýta sér þjónustuna með Hopp-appinu, þar sem hægt er að leigja rafskútur og deilibíla og finna sér far með Hopp leigubíl þar sem sú þjónusta er í boði.

Tæknistakkurinn byggir á TypeScript og notar mono-repo til að auðvelda þróunarteyminu að vinna hratt. Virknin í appinu er nokkuð flókin og því notum við stöðuvélar til að vinna með lógíkina óháð notendaviðmótinu. Við notum sömu GraphQL vefþjónustu fyrir Hopp-appið, appið fyrir leigubílstjórana og stjórnendakerfið sjálft.