Bláa lónið

Bókaðu heimsókn í náttúruundrið

Vöruþróun

Vefur

Bakendi

Framendi

Vefur Bláa lónsins var nýlega útnefndur söluvefur ársins á Íslensku vefverðlaununum, en bókunarflæðið er lykilþáttur í daglegum rekstri þessa vinsælasta áfangastaðar ferðafólks á Íslandi.

Skoða vef Bláa lónsins

Langtímaverkefni

Aranja lagði grunninn að stafrænni vegferð Bláa lónsins með tæknistakki sem hefur reynst vel eftir því sem verkefnið hefur vaxið og dafnað.

Við höfum svo tekið þátt í vegferðinni með þeim og sáum um forritun á nýjum vef, gerðum sérsniðna bókunarvél og byggðum upp hönnunarkerfi sem flæðir á milli margra mismunandi miðla.

Bókunarvélin sjálf er hjartað í verkefninu og við erum sífellt að ítra, breyta og bæta við til að tryggja sem ánægjulegasta upplifun viðskiptavina Bláa lónsins.

CSS-in-JS
Styled components
React-umhverfi
NextJS
Viðmótseiningasafn
React
Pakka-arkitektúr
Yarn workspaces
Kvikun
Framer motion

Að bóka dvöl

Viðskiptavinir Bláa lónsins geta bókað heimsókn í lónið, hvort sem það er stutt stopp á leiðinni út á flugvöll eða lengri dvöl á hótelinu, og það er þetta þjónustuferli sem verkefnið okkar hverfist um.

Bókunarvélin er sérsniðið vef-app sem er algerlega samtvinnað vefsíðunni. Hægt er að bóka heimsókn í lónið, heilsulindina og veitingahúsið, með mörgum möguleikum í boði fyrir hvert og eitt. Einnig geta viðskiptavinir bókað dvöl á Silica eða Retreat hótelunum, en það síðarnefnda er einkar glæsilegt og býður upp á Michelin-veitingaupplifun og prívat baðlón.

Í bókunarferlinu sérðu rauntímastöðu á því sem er í boði og verð fyrir alla þjónustu. Núverandi viðskiptavinir geta skráð sig inn til að skoða og sýsla með sína bókun.

"Bláa lónið er statt í miðju stafrænu umbreytingarferli. Hæfileikaríka fólkið frá Aranja er þar í lykilhlutverki, en teymið frá þeim er ómissandi þáttur í því að við náum okkar markmiðum."

Droplaug Margrét Jónsdóttir — Verkefnastjóri hjá Bláa lóninu