Sotheby’s

Innsigluð uppboð

Vefþróun

Framendi

Bakendi

Kerfishönnun

Notendaupplifun

Sotheby’s Sealed er uppboðsvefur sem gefur áhugasömum um allan heim færi á að bjóða í fágæta dýrgripi; sjaldgæfa bíla, skartgripi, ýmsa verðmæta safngripi og listaverk.

Skoða Sotheby's Sealed

Spennandi uppboð

Innsigluð uppboð eru nýjung í stafrænum uppboðum hjá Sotheby’s. Hugmyndin byggir á uppboðshefð þar sem boð eru send í lokuðum umslögum, og leynd hvílir þannig yfir bæði upphæðum og nöfnum þátttakenda. Við smíðuðum kerfi frá grunni sem færir þessa uppboðshefð inn í nútímann, með leikjavæðingu (e. gamification) og ýmsu sem gerir þátttöku skemmtilegri og meira spennandi.

Í mörgum tilfellum er um að ræða einstaka hluti að verðmæti hundruða milljóna króna, svo strangar kröfur voru gerðar um öryggi og áreiðanleika. Einnig var mikið lagt upp úr að notendaupplifunin væri skýr og traustvekjandi, enda mikið í húfi fyrir þátttakendur í uppboðunum.

Heildstætt kerfi

Hvert og eitt uppboð fær kynningarsíðu þar sem áherslan er á að segja sögu og vekja hughrif með samspili texta, mynda og myndbanda. Uppboðsvefurinn sjálfur sýnir yfirlit yfir öll innsigluð uppboð, og þegar uppboð hefst geta skráðir notendur tekið þátt á vefnum. Uppboðið fer fram í rauntíma og þátttakendur berjast um efsta sætið á stigatöflu (e. leaderboard) þar sem hvorki upphæðir né nöfn eru sýnileg.

Að auki við uppboðskerfið og vefinn smíðuðum við stjórnkerfi fyrir uppboðshaldara.

Rammlega tagskipt forritun
Typescript
Monorepo-lausn
Nx
React vefumhverfi
Next.js
CSS-in-JS
Styled components
Ofurhraður GraphQL biðlari
Urql
ORM fyrir TypeScript
TypeORM