Íslensk getspá
Leikirnir okkar
Vefþróun
Notendaupplifun
Lottóið hefur notið fádæma vinsælda meðal íslensku þjóðarinnar allt frá því það fór fyrst í loftið árið 1986.
Skoða Lottó
Verkefnið
Þó margt hafi breyst á þessum tæpu fjörutíu árum heldur leikurinn sínu striki, en nú til dags kaupa flestir miðana sína í gegnum netið. Íslensk getspá heldur úti þremur lottóleikjum og þremur getraunaleikjum þar að auki, og viðskiptavinir reiða sig að miklu leyti á vefinn til að spila með.
Okkar verkefni var að endurhanna og smíða frá grunni bæði vefinn sjálfan og alla leikina. Markmiðið var að einfalda og bæta notendaupplifun, tryggja gott aðgengi í mismunandi tækjum og að nútímavæða leikina að innan og utan.



Hönnun
Til að leyfa litríkum vörumerkjunum að njóta sín ákváðum við að nota hlutlausan gráan grunn með hlýrri tónum til aðgreiningar.
Þegar kom að leturvali vantaði okkur þykkt og skemmtilegt letur sem gæti virkað vel þvert á vörumerkin. Við völdum Walsheim frá Grilli Type til að nota í fyrirsagnir, takka og mikilvæga hlekki, og síðast en ekki síst tölurnar sem eru jú aðalmálið á vefnum.
Getraunaleikir
Getraunaleikirnir eiga sér dyggan notendahóp sem er vanur að fást við flókin kerfi og viðmót. Þegar við fórum í að endurskoða getraunaleikina var markmiðið að nútímavæða viðmótið og gera það aðgengilegra fyrir nýliða, án þess þó að hrófla mikið við upplifun reyndari notenda.
Við lögðum áherslu á að bæta læsileika, virkni fyrir snjalltæki og að finna tækifæri til að fínpússa hvert skref notenda í leikjunum.



Lottóleikir
Lottóleikirnir fólu í sér margar áhugaverðar áskoranir, og þó þeir séu einfaldari að upplagi en getraunirnar leyndu þeir á sér.
Eins og í getraunaleikjunum var markmiðið að nútímavæða og bæta notendaupplifun heilt yfir, en á sama tíma að halda tryggð við virkni og viðmót sem notendur þekkja.


